Fræðsla um fjölmenningu og fordóma

Mannflóran býður uppá fræðslu um fjölmenningu og fordóma í íslensku samfélagi fyrir skóla, fyrirtæki og stofnanir. Fræðsla Mannflórunnar hentar vel fyrir fyrir nemendur og ungmenni á öllum skólastigum, jafnt og fyrir starfsfólk á skóla- og frístundasviði.

Einnig hentar fræðslan vel fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja auka jafnrétti og inngildingu í starfsemi sinni. Fræðslan byggir bæði á fræðilegri þekkingu á kynþáttafordómum og einnig eigin reynslu Chanel af fordómum í íslensku samfélagi.

Chanel Björk hefur haldið fræðslur frá því á árinu 2021 fyrir nemendur í grunnskólum, menntaskólum, starfsfólki á skóla og frístundasviði og einnig fyrir háskólanemendur og fyrirtæki. Fræðslan byggir á fræðilegri þekkingu og snertir á grunnhugtökum eins og:

  • Kynþáttafordómum

  • Menningarfordómum

  • Öráreiti

  • Forréttindum

Íslenskt samhengi

Oft er talið að umræðan um rasisma og kynþáttahyggju eigi ekki við á Íslandi, því Ísland hefur ekki sömu sögulega tengingu við kynþáttaníð líkt og í Bandaríkjunum. En rasismi er raunverulegt vandamál á Íslandi og fólk af erlendum uppruna verður endurtekið fyrir fordómum vegna uppruna og húðlitar. Í fræðslu Mannflórunnar eru dæmisögur úr íslenskt samhengi dregnar fram og þátttakendur eru hvattir til að taka virkan þátt í opnum umræðum um viðfangsefnið.

Chanel hefur einnig haldið fræðslur í samstarfi við Miriam Petra Ómarsdóttir Awad og Mannflóran hvetur áhugasama gjarnan til að kynna sér verkefni hennar.

  • Fyrir hvern?

    Nemendur á öllum skólastigum jafnt og kennara og starfsfólk á skóla- og frístundasviði. Einnig hentar fræðslan fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja auka þekkingu og inngildingu í starfsemi sinni. Mannflóran býður einnig uppá sérsniðin fræðsluerindi fyrir stofnanir og fyrirtæki sem vilja takast á við einstök vandamál hvað fjölmenningu varðar í starfesmi sinni.

  • Hvar?

    Fræðslan er í boði í persónu og með rafrænum hætti (t.d. á teams eða zoom). Notast er við Mentimeter í fræðslunni sem gerir þátttakendum kleift að taka virkan þátt í kynningunni og senda inn spurningar.

  • Hvað er fræðslan löng?

    1 klst til 1.5 klst. Fræðslan er efnislega 40-60 mín og svo er spurningum þátttakenda svarað.