Hvernig getum við verið andrasistar?

(English below)

Rafræn vinnustofa fyrir ungt fólk af erlendum uppruna

19. mars kl. 16:30-18:30

Mannflóran leitar af ungu fólki af erlendum uppruna á aldrinum 14-25 ára til að taka þátt í rafrænni vinnustofu um andrasisma sem hluti af Evrópuviku gegn rasisma 2024!

Mannréttindaskrifstofa Íslands heldur utan um Evrópuvikuna gegn rasisma, og niðurstöður vinnustofunnar verða nýttar í samfélagsmiðlaherferð sem vitundarvakning í átakinu.

Við þurfum eins margar raddir og hægt er!

Nánari upplýsingar um vinnustofuna

  • Vinnustofan er fyrir ungt fólk af erlendum uppruna á aldrinum 14-25 ára

    Með erlendum uppruna er átt við fólk sem á rætur að rekja til annarra landa en Ísland í báða eða annan ættlegg. Sérstök áhersla er lögð á fólk sem er ekki, eða er ekki talið vera hvítt - og upplifa fordóma og mismunun vegna kynþáttar.

    En öll sem finna fyrir fordómum vegna uppruna eru velkomin á vinnustofuna.

  • Andrasismi felur í sér þá stöðugu vinnu við að vinna gegn áhrifum rasisma á okkur sjálf og samfélagið í kringum okkur. Það er ekki nóg að vera ekki rasísk/ur, heldur þurfum við öll að vera andrasísk.

  • Á vinnustofunni fá þátttakendur tækifæri til að deila sinni reynslu af rasisma, og einnig tækifæri til að deila sínum skoðunum á hvernig fólk og stofnanir í íslensku samfélagi geta unnið gegn rasisma með því að vera andrasísk. Markmið vinnustofunnar er að taka saman svör við eftirfarandi spurningar:

    - Hvað er andrasismi?

    - Af hverju er andrasismi mikilvægur?

    - Hvernig geta einstaklingar verið andrasískir?

    - Hvernig geta fyrirtæki og stofnanir verið andrasísk?

    Niðurstöðurnar verða svo teknar saman og nýttar í samfélagsmiðlaherferð sem aðildarfélög MRSÍ, frístundamiðstöðvar og aðrir þátttakendur Evrópuvikunnar munu deila á sínum miðlum.

How can we be anti-racist?

Online workshop for young people of foreign origin

19th March 16:30-18:30

Mannflóran is looking for young people of foreign origin age 14-25 yrs to participate in a workshop on anti-racism as part of the European Action Week Against Racism

The Icelandic Human Rights Office manages the European Action Week against Racism in Iceland, and the results of the workshop will be used as part of a social media campaign to raise awareness of the initiative.

We need as many voices as possible!

Further information about the workshop

  • The workshop is for young people of foreign origin in Iceland, age 14-25 yrs.

    Foreign origin refers to those who originate from countries other than Iceland in either one or both sides of their family. People who are non-white or not racialised as white, and experience discrimination due to their race, are encouraged to participate.

    However, anyone who experiences prejudice due to their ethnicity and/or heritage is welcome to join.

  • Anti-racism involves the constant work of counteracting the effects of racism on ourselves and the society around us. It's not enough to not be racist, we all need to be anti-racist.

  • During the workshop, participants will have the chance to share their experiences of racism with each other, and exchange ideas on how people and institutions can actively break down the structures of racism by being anti-racist. The aim is to gather answers to the following questions:

    - What is anti-racism?

    - Why is anti-racism important?

    - How can individuals be anti-racist?

    - How can companies and institutions be anti-racist?

    The results will be used as part of a social media campaign following the workshop, which the member organisations of the Icelandic Human Rights Office as well as other participants of the European Action Week against Racism will share on their platforms.

Previous
Previous

Íslenska Mannflóran